Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 99 svör fundust

Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Saladín?

An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur. S...

Nánar

Hvað borðaði Jesús?

Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons og Heródesar? Vitum við eitthvað um mat Biblíunnar? Já, í öllum ritum hennar er eitthvað vikið að borðhaldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleifum og heimildum þessa tíma hefur fært o...

Nánar

Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi? Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu...

Nánar

Hvað er og hvernig verkar dulkóðun?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er og hvernig verkar dulkóðun (public-key-encryption)? (Davíð) Hvað getið þið sagt mér um dulkóðun? (Kristjana) Dulritun (dulkóðun, e. encryption) felst í stuttu máli í því að umrita tiltekin skilaboð þannig að óviðkomandi geti alls ekki komist að innihaldi þeirr...

Nánar

Hvað heita hæsti og lægsti tindur í Aserbaídsjan?

Hæsti tindur Aserbaídsjan kallast Bazardüzü Dağı og er í Kákasusfjöllum, rétt við landamæri Aserbaídsjan og Rússlands. Þessi tindur nær upp í 4485 m hæð og er því meira en helmingi hærri en Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands. Bazardüzü Dağı nær upp í 4485 metra hæð. Það er ekki gott að s...

Nánar

Af hverju var Jesús með lærisveina?

Frá þessu er sagt í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Átti Jesús konu og er vitað hvað hún hét? Þar segir Hjalti:Um það leyti sem Jesús varð fullorðinn (um 30 ára aldur) tók hann að ferðast um og kenna fólki. Slíkir farandkennarar eða ferðaprédikarar sem voru margir á þessum tíma gengu almennt ekki í hj...

Nánar

Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...

Nánar

Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?

Liðurinn milli upphandleggs- og framhandleggsbeins handarbaksmegin hét í fornu máli ölnbogi. Nafnið er leitt af heiti framhandleggsbeinsins sem kallast öln og sett saman úr öln og bogi. Til eru hliðarmyndir af ölnbogi eins og olnbogi, olbogi og albogi. Þær eru allar gamlar í málinu en olbogi er nú einkum notað...

Nánar

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?

Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...

Nánar

Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?

Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...

Nánar

Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?

Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...

Nánar

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?

Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...

Nánar

Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?

Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...

Nánar

Fleiri niðurstöður